komin til london :)
lenti á stansted í gær rétt um kl.10 og á móti mér tók ofsalega falleg sól. ekki hemmi heldur sól. ég var rétt svo búin að koma mér fyrir og farin að worka tannið þegar rauðhausinn minn kom aðsvífandi á fullri ferð og skammaðist í lestarkerfið í london. ég bara brosti og réðst á hann og kyssti út í eitt. heyrði ekkert hvað hann var að segja um lestir og tíma, ég bara kyssti hann..
hemmi býr í hverfi eða götu (hef ekki alveg náð hvort það er) sem kennt er við Whitechaple (held það sé svona curry hverfi..). Þar leigir hann með einum breta litla krúttlega íbúð sem er með ofsa fínar svalir fyrir utan sem leiða upp á þak.... myndi kannski ekki virka á rokrassgatinu íslandi en er voðalega huggulegt hér. sé alveg fyrir mér að ég hefði geta vel workað tannið þarna seinasta sumar..
eftir að hafa skoðað hvern krók og kima ákvað ég að planta mér í rúminu.
þar vorum við næstu fimm klukkustundirnar.
ofsalega gott að vera komin til hemma míns í london.
hann meira að segja skar niður jarðaber og fóðraði stelpuna. gerist varla betra.
þegar við loksins dröttuðumst fram úr þá lá leið okkar á sýningu..
DIRTY DANCING!!!!!
það væri ýkja að segja hann hefði sungið með lögunum, talað með setningunum eða dillað sér með tónlistinni en hann fór og hann klappaði á réttum stöðum svo hann stóð sig bara vel.
mér fannst ÆÐI!
ég var alveg að tapa mér stundum við það að syngja í hljóði og mæma línur leikaranna..
mæli alveg hiklaust með þessari sýningu ef fólk á leið hjá.
leikkona sem leikur baby er alveg eins og Jennifer Gray (minnir hún heiti það leikkonana) og sviðsmyndin var alveg mögnuð!
ég var í 7th heaven.
við borðuðum á stað þar sem mottóið var "nobodys ugly after 2 p.m."
- and thats all i got to say about that-
svo röltum við okkur heim á leið í meira kúrrrrrr.
í dag er planið að versla smáááááá, bara oggipons, jólagjafir og þh. og svo fara og sjá Sophie Dahl kveikja á JÓLAJÓSUNUM niðri í bæ víííííí. ég er svo glöð að ná því!!
og auðvitað ætla ég að standa með mitt gingerbread starbucks latte, nema hvað, ekki búin að fá "buckies" í heilt ár!
ég ætlaði að koma honum á óvart í gær með svaka svæsnum undirfötum nema hvað ég gleymdi helmingi átfittsins heima.
klúður.
held reyndar að það hafi vakið lukku þrátt fyrir það eða alveg þangað til ég festist í því.
það er svo allt önnur saga að segja frá því.
best að fara vekja rauðhausinn minn og fara niður í hverfisheilsubúðina og fá okkur organic smoothie.
meðan ég man, Anna Kristín varð 25 ára í gær so give it up og allir að gefa henni knús!
toodles
siggadögg
-sem kann bara vel við london og er með blöðrur á báðum fótum því hún þrjóskaðist við að fara í pæjuskóm-
fimmtudagur, nóvember 22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Elsklingur, hvenær komstu heim? Hlakka til að heyra ferðasöguna!!!!
Skrifa ummæli